Leikskólinn Furuskógur

Furuskógur er sex deilda leikskóli sem varð til við sameiningu Furuborgar (12.09.86) og Skógarborgar (07.07.69) 1. júlí 2011. Í skólanum eru 6 deildir og þar dvelja að jafnaði 122 börn á aldrinum 1-6 ára. Starfstöðvar eru tvær og til aðgreiningar bera þær nöfn upphaflegu skólanna.

Furuborg er við Áland þar eru 70 börn á þremur aldursskiptum deildum, sem heita: Birkilundur,Grenilundur og Skógarlundur

Skógarborg er í Efstalandi 28, þar eru 52 börn á þremur aldursskiptum deildum sem heita: Dvergasteinn, Álfasteinn og Huldusteinn

Staðsetning skólans er í Fossvogi, nánasta umhverfi er mjög fjölbreytt, leikvellirnir halla móti suðri og er gróðursæld mikil. Í næsta nágrenni er Fossvogsdalurinn, Skógræktin og fleiri staðir, sem börnin kunna vel að meta. Dalurinn er mikil náttúruparadís, iðandi fuglalíf og fjölbreyttur gróður sem börn og fullorðnir kunna að meta sumar, vetur, vor og haust.

Helstu áherslur í starfi leikskólans, er að hafa barnið í brennidepli, veita umhyggju og stuðla að vellíðan barnanna með lýðræðislegum vinnubrögðum, lífsleikni og einstaklingsmiðuðu námi. Skapandi starf, útinám,
örvun lesþroska og efling stærðfræðilegrar hugsunar eru meðal helstu viðfangsefna og miða að því að ýta undir reynslu og virkni barnsins.

Rauður þráður í starfinu er: Sköpun-útinám-lífsleikni

 
Síminn á Furuborg er 5531835 og 5531834 og Skógarborg 5531805 og sími leikskólastjóra 6939874
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Heimasíða: furuskogur.is