Leikskólinn Furuborg

Furuborg er þriggja deilda leikskóli sem staðsettur er í Fossvogi.
Nánasta umhverfi Furuborgar er mjög fjölbreytt, leikvöllurinn er í nokkrum
halla á móti suðri og er gróðursæld þar mikil og útsýni gott, stutt er í útivistarsvæði sem börnin kunna vel að meta að heimsækja. Útivera er einn af lykilþáttum í starfi skólans.
Nám Furuborgar skiptist í þrjú námssvið Þroskamiðað nám: að  gefa börnum tækifæri til fjölbreyttra leikja undir leiðsögn. Að börnin takist á við ólík viðfangsefni sem auka færni þeirra á hinum ýmsu þroskasviðum. Færnimiðað nám: að barnið fái tækifæri til að hjálpa sér sjálft eftir því sem þroski þess og geta leyfa. Að styrkja barnið til sjálfshjálpar í öllum þáttum daglegra athafna. Samfélagsmiðað nám: að barnið öðlist reynslu og þekkingu og stuðlað sé að þátttöku í skapandi starfi sem auðgi reynsluheim þess. Að barnið komist í tengsl við menningu, atvinnuhætti og þjónustu.

Einkunnarorð skólans: leikur inniheldur þroska, nám menningu og reynslu.