Birkilundur

Birkilundur er 20 barna deild á aldrinum 18. mánaða til 3.ára. Deildin samanstendur af tveimur stofum og er börnum skipt eftir aldri og eru 10börn í hverri stofu. Fjórir starfsmenn vinna á Birkilundi og vinnur hver starfsmaður í tvær vikur í einu í hverri stofu.

Sabine deildarstjóri, Margrét leikskólakennari, Erla Rúna leikskólakennari og Renata grunnskólakennari með áherslu á tónlist. Í afleysingum er Þórhildur leikskólakennari. 

Á Birkilundi er notast við þátttökuaðlögun þar sem foreldrar taka þátt í starfi inná deild með barni sínu í þrjá daga og er þetta gert til að foreldrar,börn og starffólk fái tækifæri til að kynnast og foreldar sjái og kynnist því starfi sem er á deildinni og myndi traust til starfsfólk og leikskólans.

Starfið á deildinni byggist fyrst og fremst á að barnið læri að vera í leikskóla,vera vinur, finni fyrir hlýju og öryggi og fái viðeigandi örvun til að þroskast. Barnið lærir einfaldar og skýrar reglur sem er grunnurinn að áframhaldandi skólagöngu barnsins.