Hagnýtar upplýsingar

Afmæli

Í leikskólanum er haldið upp á afmæli barnanna.
Afmælisbarnið býr til kórónu. Síðan er afmælissöngurinn sunginn. Afmælisbarnið býður upp á veitingar sem það kemur með að heiman. Hér fyrir neðan má sjá leiðarvísi fyrir afmælis og kveðjuveislur í leikskólum.

Leiðarvísir um veitingar fyrir afmælis- og kveðjuveislur í leikskólum

Afsláttur einstæðra foreldra

Einstæðir foreldrar geta sótt um afslátt af leikskólagjaldi. Sótt erum afsláttinn hjá viðkomandi leikskólastjóra. Umsóknina þarf að endurnýja á hverju ári og fyrir 15. ágúst.

Aðlögun

Fatnaður

Þegar barn er í leikskóla þar að fylgja  nóg að hlýjum fötum,sokkar, vettlingar ,regnföt og kuldaföt.
Síðan þar að fylgja aukaföt til skiptana. Hólf barnanna þarf að tæma á föstudögum en þá eru þau þrifin. Ekki þarf að tæma körfuna með aukafötum en gott er að fara reglulega yfir þau.

Lyfjagjöf

Ekki er æskilegt að lyfjagjöf fari fram í leikskólanum nema þá í algjörum neyðartilefnum.

Námsmannaafsláttur

Námsmenn geta sótt um afslátt af leikskólagjaldi en til þess þarf að uppfyll ákveðin skilyrði

  • Eru í háskólanámi og skráðir í að lágmarki 22 ECTS einingar á önn. Taka þarf fram á vottorði frá skóla að um fullt nám sé að ræða.Eru í framhaldsskóla og skráðir í fullt nám að lágmarki 15 einingar á önn.
  • Skila skal skólavottorði fyrirfram fyrir hverja önn þar sem fram koma upplýsingar um einingafjölda og staðfesting á því að um fullt nám sé að ræða.

Opnunartími leikskólans

Leikskólinn er opin frá 7.30 til 17.00

Skipulagsdagar 2017-2018

Skipulagsdagar í Furuskógi skólaárið 2017-2018

Mánudagurinn 21. ágúst

Föstudagur 6. október

Föstudagur 24. nóvember

Mánudagur 22. janúar

Föstudagurinn 20. apríl

Þriðjudagur 22. maí

Sumarleyfi

Leikskólinn er lokaður í fjórar vikur yfir sumartímann. Eftir könnun sem leikskólastjóri gerir á meðal foreldra og starfsmanna er tekinn ákvörðun hvað vikur eru lokaðar. Reglur um sumarleyfi leikskólabarna er hér fyrir neðan.

Veikindi/frí

Það er góð regla að láta leikskólann vita ef barn mætir ekki í leikskólann vegna veikinda eða frís.