Jólalög

Efnisflokkur: Jólalög

 

Jólasveinar ganga um gólf

Jólasveinar ganga um gólf
með gildan staf í hendi,
móðir þeirra sópar gólf
og flengir þá með vendi.
:,: Upp á stól stendur mín kanna,
níu nóttum fyrir jól
þá kem ég til manna :,:

Gekk ég yfir sjó og land

Gekk ég yfir sjó og land
og hitti þar einn gamlan mann,
spurði hann og sagði svo:
Hvar áttu heima?
Ég á heima á Klapplandi, Klapplandi,Klapplandi.
Ég á heima á Klapplandi,
Klapplandinu góða.

(Síðan kemur Stapplandi, Grátlandi, Hlælandi).

Skín í rauðar skotthúfur

Skín í rauðar skotthúfur
skuggalangan daginn,
jólasveinar sækja að
sjást um allan bæinn.
Ljúf í geði leika sér
lítil börn í desember,
inn í frið og ró, útí frost og snjó
því að brátt koma björtu jólin,
bráðum koma jólin.

Uppi á lofti, inni í skáp
eru jólapakkar,
titra öll af tilhlökkun
tindilfættir krakkar.
Komi jólakötturinn
kemst hann ekki í bæinn inn,
inn í frið og ró, inn úr frosti og snjó,
því að brátt koma björtu jólin,
bráðum koma jólin.

Stjörnur tindra stillt og rótt,
stafa geislum björtum.
Norðurljósin loga skær
leika á himni svörtum.
Jólahátíð höldum vér
hýr og glöð í desember
þó að feyki snjór þá í friði og ró
við höldum heilög jólin
heilög blessuð jólin.

Adam átti syni sjö

Adam átti syni sjö,

sjö syni átti Adam.

Adam elskaði alla þá

og allir elskuðu Adam.

Hann sáði, hann sáði,

hann klappaði saman lófunum,

stappaði niður fótunum,

ruggaði sér í lendunum

og snéri sér í hring

Bráðum koma blessuð jólin

Bráðum koma blessuð jólin
börnin fara að hlakka til.
Allir fá þá eitthvað fallegt
í það minnsta kerti og spil.
Kerti og spil, kerti og spil,
í það minnsta kerti og spil.

Hvað það verður veit nú enginn,
vandi er um slíkt að spá.
En eitt er víst að alltaf verður
ákaflega gaman þá.
Gaman þá, gaman þá,
ákaflega gaman þá.

Ég sá mömmu kyssa jólasvein

Ég sá mömmu kyssa jólasvein
við jólatréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá,
til að líta gjafir á,
hún hélt ég væri steinsofandi
Stínu dúkku hjá.

Og ég sá mömmu kitla jólasvein
og jólasveinninn út um skeggið hlær.
Já, sá hefði hlegið með,
hann faðir minn hefði hann séð,
mömmu kyssa jólasvein í gær.

Nú skal segja

Nú skal segja, nú skal segja
hvernig litlar telpur gera:
Vagga brúðu, vagga brúðu
og svo snúa þær sér í hring!

Litlir drengir: Sparka bolta
Ungar stúlkur: Þær sig hneigja
Ungir piltar: Taka ofan
Gamlar konur: Prjóna sokka
Gamlir karlar: Taka í nefið

aaatsjúú!!!

Göngum við í kringum...

Göngum við í kringum einiberjarunn,
einiberjarunn, einiberjarunn.
Göngum við í kringum einiberjarunn,
snemma á mánudagsmorgni.
Svona gerum við er við þvoum okkar þvott,
þvoum okkar þvott, þvoum okkar þvott,
svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott,
snemma á mánudagsmorgni.

Þriðjud: Vindum okkar þvott
Miðvikud: Hengjum okkar þvott
Fimmtud: Teygjum okkar þvott
Föstud: Straujum okkar þvott
Laugard: Skúrum okkar gólf
Sunnud, snemma: Greiðum okkar hár
Sunnud, seint: Göngum kirkjugólf

Pabbi segir

Pabbi segir, pabbi segir:
"Bráðum koma dýrðleg jól".
Mamma segir, mamma segir:
"Magga fær þá nýjan kjól".
Hæ, hæ, ég hlakka til,
hann að fá og gjafirnar.
Bjart ljós og barnaspil,
borða sætu lummurnar.

Það á að gefa börnum brauð

Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum,
kertaljós og klæðin rauð
svo komist þau úr bólunum.

Væna flís af feitum sauð
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð,
gafst hún upp á rólunum.

Á jólunum er gleði og gaman

:,: Á jólunum er gleði og gaman
fúm, fúm, fúm :,:
Þá koma allir krakkar með
í kringum jólatréð.
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman
fúm, fúm, fúm!

:,: Og jólasveinn með sekk á baki
fúm, fúm, fúm :,:
Hann gægist inn um gættina
á góðu krakkana.
Þá mun ríkja gleði..... o.s.frv.

:,: Á jólunum er gleði og gaman
fúm, fúm, fúm :,:
Þá klingja allar klukkur við
og kalla á gleði og frið.
Þá mun ríkja gleði..... o.s.frv.

Nú er Gunna á nýju skónum

Nú er Gunna á nýju skónum,
nú eru að koma jól.
Siggi er á síðum buxum,
Solla á bláum kjól.

Mamma er enn í eldhúsinu
eitthvað að fást við mat.
Indæla steik hún er að færa
upp á stærðar fat.

Pabbi enn í ógnarbasli
á með flibbann sinn.
"Fljótur, Siggi, finndu snöggvast
flibbahnappinn minn".

Kisu er eitthvað órótt líka,
út fer brokkandi.
Ilmurinn úr eldhúsinu
er svo lokkandi.

Á borðinu ótal bögglar standa,

bannað að gægjast í.

Kæru vinir ósköp erfitt

er að hlýða því.

Jólatréð í stofu stendur,
stjörnuna glampar á.
Kertin standa á grænum greinum,
gul og rauð og blá.

Jólasveinar einn og átta

Jólasveinar einn og átta
ofan komu úr fjöllunum.
Í fyrrakvöld þeir fóru að hátta,
fundu´ann Jón á Völlunum.

Andrés stóð þar utan gátta,
það átti að færa´ann tröllunum.
Þá var hringt í Hólakirkju
öllum jólabjöllunum

Í skóginum stóð kofi einn

Í skóginum stóð kofi einn,
sat við gluggann jólasveinn,
þá kom lítið héraskinn,
sem vildi komast inn:

"Jólasveinn ég treysti' á þig,
veiðimaður skýtur mig."
"Komdu litla héraskinn,
því ég er vinur þinn."

En veiðimaður kofann fann,
jólasveinninn spurði hann:

"Hefur þú séð héraskinn

hlaupa' um hagann þinn?"

"Hér er ekkert héraskott.
Hafa skalt þú þig á brott."
Veiðimaður burtu gekk,
og engan héra fékk.