Í skipulögðum leikjahópum gefst starfsfólki kostur á að fylgjast með samskiptum og þroska barnanna.
Börnunum er skipt í hópa eftir aldri og þroska og vinnan er miðuð við hvern aldurshóp. Verkefnin í hópavinnu eru:myndmennt, tónmennt, hreyfing, byggingaleikir, vatnsleikir og hlutverkaleikir.