Haustið
Haustið, haustið komið er.
Haustið, haustið komið er.
Haustið, haustið komið er.
Haustið komið er.
Og þá falla laufin af trjánum.
Og þá falla laufin af trjánum.
Og þá falla laufin af trjánum.
Haustið komið er.
Út um mó
Út um mó, inn í skóg,
uppi í hlíð í grænni tó.
Þar sem litlu berin lyngi vaxa á,
tína, tína, tína má.
Tína þá, berjablá,
börn í lautu til og frá.
Þar sem litlu berin lyngi vaxa á,
tína, tína, tína má.
---
Nú er úti veður vott,
verður allt að klessu.
Ekki á hann Grímur gott,
að gifta sig í þessu.
Nú er úti norðanvindur
Nú er úti norðanvindur,
nú er hvítur Esjutindur.
Ef ég ætti úti kindur,
Þá myndi ég setja þær allar inn
elsku besti vinur minn.
:/:Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassassa,
úmbarassa, úmbarassa, úmbarassassa:/:
Þorraþræll
Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð,
kveður kuldaljóð
Kári í jötunmóð.
Yfir laxalóni
liggur klakaþil,
hlær við hríðarbyl
hamragil.
Mararbára blá
brotnar þung og há
unnarsteinum á,
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
æðrast skipstjórinn,
harmar hlutinn sinn
hásetinn.
Frost er úti
Frost er úti fuglinn minn,
ég finn hvað þér er kalt.
Nærðu engu í nefið þitt,
því nú er frosið allt?
En ef þú bíður augnablik,
ég ætla að flýta mér
að biðja hana mömmu mína
um mylsnu handa þér.
---
Sumri hallar hausta fer
heyrið snjallir ýtar.
Hafa fjallahnjúkarnir
húfur mjallahvítar.
“Ég get verið þýðan þín
þegar allt er frosið.
Sólin hún er systir mín,”
sagði litla brosið.
Öskudagur
Upp er runninn öskudagur
ákaflega skír og fagur.
Einn með poka ekki ragur
Úti vappar heims um ból
góðan daginn, gleðileg jól.
:/:Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassassa,
úmbarassa, úmbarassa, úmbarassassa:/:
---
Allir hlæja á öskudaginn.
Ó hve mér finnst gaman þá.
Hlaupa lítil börn um bæinn,
bera poka til og frá.
Álandi, 108 Reykjavík
411-3540
Efstalandi 28, 108 Reykjavík
411-3530
furuskogur@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning