Lóan er komin
Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefir sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefir sagt mér að vakna og vinna og vonglaður taka nú sumrinu mót. |
Páll Ólafsson |
Vertu til
Vertu til er vorið kallar á þig,
vertu til að leggja hönd á plóg.
Komdu út því að sólskinið vill sjá þig,
sveifla haka og rækta nýjan skóg.
HEY
sveifla haka og rækta nýjan skóg.
HEY
Maístjarnan
Ó hve létt er þitt skóhljóð
og hve lengi ég beið þín,
það er vorhret á glugga
napur vindur sem hvín.
En ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín,
og nú loks ertu komin,
þú ert komin til mín.
Það eru erfiðir tímar,
það er atvinnuþref,
ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef,
nema von mína og líf mitt
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú gafst mér
það er allt sem ég hef.
En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar einingarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.
Sá ég Spóa
Sá ég Spóa
suður' í flóa
syngur Lóa
út í móa
bí, bí, bí, bí
vorið er komið
víst á ný.
Uglan
Það var gömul ugla með oddhvasst nef
tvö lítil eyru og átta litlar klær
Hún sat uppi í tré
og svo komst þú
Þá flaug hún í burtu og sagði
„Ú – ú – ú“
Skýin
Við skýin
felum ekki sólina af illgirni,
við skýin
erum bara að kíkja á leiki mannanna.
Við skýin
sjáum ykkur hlaupa í rokinu,
klædd gulum, rauðum, grænum, bláum regnkápum
eins og regnbogi meistarans,
regnbogi meistarans.
Við skýin erum bara grá
bara grá.
Á morgun kemur sólin,
hvar verðum við skýin þá?
(Spilverk þjóðanna)
Sól sól skín á mig
Sólin er risin, sumar í bænum,
sveitirnar klæðast feldinum grænum.
Ómar allt lífið af yndi og söng
unaðsbjörtu dægrin löng.
Sól sól skín á mig
ský ský burt með þig.
Gott er við sólina að gleðja sig
sól sól skín á mig.
---
Vorvindar glaðir, glettnir og hraðir,
geysast um löndin rétt eins og börn.
Lækirnir skoppa, hjala og hoppa,
hvíld er þeim nóg í sæ eða tjörn.
Hjartað mitt litla, hlustaðu á,
hóar nú smalinn brúninni frá.
Fossbúinn kveður, kætir og gleður.
Frjálst er í fjallasal.
---
Út um mela og móa
syngur mjúkrödduð lóa,
og frá sporléttum spóa
heyrist sprellfjörugt lag.
A-a-a
3x :/:hollerassi hía hollerassi hí:/:
hollerassi hía hú.
Út um strendur og stalla
hlakkar stór veiðibjalla,
heyrið ómana alla
út um flóa og fjörð.
A-a-a
3x :/:hollerassi hía hollerassi hí:/:
hollerassi hía hú
---
Með sól í hjarta og söng á vörum,
við setjumst niður í grænni laut,
í lágu kjarri við kveikjum eldinn,
kakó hitum og eldum graut.
---
Nú er sumar,
gleðjist gumar
gaman er í dag.
Brosir veröld víða,
veðurlagsins blíða
eykur yndishag.
Látum spretta
spori létta,
spræka fáka nú.
Eftir sitji engi,
örvar víf og drengi
sumarskemmtun sú.
Tíminn líður,
tíminn bíður
sælan sólskinsdag.
Yndi er úti á grundum,
yndi, heim þá skundum
seint um sólarlag.
---
Signir sól sérhvern hól.
Sveitin klæðist geislakjól.
Blómin blíð, björt og fríð
leika fjalls í hlíð.
Nú er fagurt flest í dag.
Fuglar syngja gleðibrag
Sumarljóð, sæl og rjóð,
syngja börningóð.
---
Ef væri ég söngvari
syngi ég ljóð,
um sólina, vorið
og land mitt og þjóð.
En mömmu ég gæfi
mín ljúfustu ljóð,
hún leiðir mig, verndar
og er mér svo góð.
Álandi, 108 Reykjavík
411-3540
Efstalandi 28, 108 Reykjavík
411-3530
furuskogur@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning