Storyteller template

  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Fréttasafn
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
      • Dygðir
      • Hópastarf
      • Leikur barna
      • Könnunarleikurinn
      • Tákn með tali
    • Starfsfólk
    • Dagatal
    • Furuskógur við Áland
      • Birkilundur
      • Grenilundur
      • Skógarlundur
      • Matseðill
        • Matseðill
      • Fréttir frá Álandi
      • Furuskógur við Áland
    • Furuskógur við Efstaland
      • Dvergasteinn
      • Álfasteinn
      • Huldusteinn
      • Matseðill
      • Fréttir frá Efstalandi
      • Furuskógur við Efstaland
    • Söngbók
      • Vor- og sumarlög
      • Haust- og vetrarlög
      • Jólalög
      • Vinalög
      • Ýmis lög
    • Leikskólinn Furuskógur
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð
  • Sérstaða okkar
  • Myndir

Storyteller template

Álandi, 108 Reykjavík - 411-3540
Efstalandi 28, 108 Reykjavík - 411-3530
  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Fréttasafn
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
      • Dygðir
      • Hópastarf
      • Leikur barna
      • Könnunarleikurinn
      • Tákn með tali
    • Starfsfólk
    • Dagatal
    • Furuskógur við Áland
      • Birkilundur
      • Grenilundur
      • Skógarlundur
      • Matseðill
        • Matseðill
      • Fréttir frá Álandi
      • Furuskógur við Áland
    • Furuskógur við Efstaland
      • Dvergasteinn
      • Álfasteinn
      • Huldusteinn
      • Matseðill
      • Fréttir frá Efstalandi
      • Furuskógur við Efstaland
    • Söngbók
      • Vor- og sumarlög
      • Haust- og vetrarlög
      • Jólalög
      • Vinalög
      • Ýmis lög
    • Leikskólinn Furuskógur
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð
  • Sérstaða okkar
  • Myndir

Ýmis lög

Í leikskóla er gaman

Í leikskóla er gaman,
þar leika allir saman.
Leika úti og inni og allir eru með.
Hnoða leir og lita,
þið ættuð bara að vita
hvað allir eru duglegir í leikskólanum hér.

 

Það er leikur að læra

Það er leikur að læra,
leikur sá er mér kær,
að vita meira og meira,
meira í dag en í gær.

Bjallan hringir, við höldum
heim úr skólanum glöð,
prúð og frjálsleg í fasi,
fram nú allir í röð.

 

Fiskarnir tveir

Nú ætlum við að syngja um fiskana tvo
sem ævi sína enduðu í netinu svo.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
en mamma þeirra sagði:" vatnið er kalt".
:,:Baba búbú baba bú:,:
Þeir syntu og syntu og syntu um allt
en mamma þeirra sagði:" vatnið er kalt".

Annar hét Gunnar er hinn hét Geir,
þeir voru pínulitlir báðir tveir.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt
en mamma þeirra sagði:" vatnið er kalt".
:,:Baba búbú baba bú:,:
Þeir syntu og syntu og syntu um allt
en mamma þeirra sagði:" vatnið er kalt".

 

Draugarnir tveir

Nú skulum við syngja um draugana tvo
sem ævi sína enduðu í myrkrinu svo.
Þeir svifu og svifu og svifu um allt,
en mamma þeirra sagði:” myrkrið er svart.”
:,: Baba búbú baba bú :,:
Þeir svifu og svifu og svifu um allt
en mamma þeirra sagði: “ myrkrið er svart”.

Annar hét Gunnar og hinn hét Geir,
þeir voru pínulitlir báðir tveir.
Þeir svifu og svifu og svifu um allt
en mamma þeirra sagði: “ myrkrið er svart”.
:,: Baba búbú baba bú :,:
Þeir svifu og svifu og svifu um allt
en mamma þeirra sagði: “ myrkrið er svart”.

 

Dúkkan hennar Dóru

Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt, sótt.
Hún hringdi og sagði lækni að koma fljótt, fljótt, fljótt.
Læknirinn kom með sína tösku og sinn hatt.
Hann bankaði á hurðina ratatatatatt.
Hann skoðaði dúkkuna og hristi haus.
Hún strax skal í rúmið og ekkert raus.
Hann skrifaði á miða hvaða pillu hún skildi fá.
Ég kem aftur á morgun ef hún er enn veik þá.

Góðan dag kæra jörð,
góðan dag kæra sól,
góðan dag kæra tré
og blómin mín öll.
Sæl fiðrildin mín
og lóan svo fín.
Góðan dag fyrir þig,
góðan dag fyrir mig.
 ---
 
Upp, upp, upp á fjall,
upp á fjallsins brún,
niður, niður, niður, niður,
alveg niður á tún.
 ---
 
Stóra brú fer upp og niður, upp og niður, upp og niður.
Stóra brú fer upp og niður allan daginn.
Bílarnir keyra yfir brúna…
Flugvélarnar fljúga yfir brúna…
Skipin sigla undir brúna…
Fólkið gengur yfir brúna…
Krakkarnir hlaupa yfir brúna…
Fiskarnir synda undir brúna…
 
---
:/:Djúp og breið, djúp og breið.
Það er á sem að rennur djúp og breið:/:
Og hún rennur til þín,
og hún rennur til mín,
og hún heitir lífsins lind.
Djúp og breið, djúp og breið.
Það er á sem að rennur djúp og breið.
 ---
 
Þumalfingur, þumalfingur hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég.
Góðan daginn, daginn, daginn.
Vísifingur…
Langatöng…
Baugfingur…
Litli fingur
 ---
 
Kristín litla komdu hér
með kalda fingur þína
ég skal bráðum bjóða þér
báða lófa mína.

 

Fuglinn segir bí, bí, bí,
bí, bí segir hún Stína.
Kveldúlfur er kominn í
kerlinguna mína.

 

Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan gluggann.
Þarna siglir einhver inn
ofurlítil duggan.

 

Afi minn og amma mín
úti á Bakka búa,
þau eru bæði sæt og fín
þangað vil ég fljúga.

 

Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi
að sækja bæði sykur og brauð
sitt af hvoru tagi.

 

Sigga litla systir mín
situr úti í götu,
er að mjólka ána sín
í ofur litla fötu.
 ---
 
Göngum, göngum,
göngum upp í gilið
gljúfrabúann til að sjá.
Þar á klettasyllu
svarti krummi
sínum börnum liggur hjá.
 ---
Uppi á grænum, grænum himinháum hól
sá ég hérahjónin ganga.
Hann með trommu,
bomm, bomm, bomm-bo-romm, bomm, bomm,
hún með fiðlu sér við vanga.
Þá læddist að þeim ljótur byssukarl,
sem miðaði í hvelli.
En hann hitti bara trommuna sem small
og þau hlupu og héldu velli!
---
:/:Meistari Jakob,:/:
:/:sefur þú?:/:
:/:Hvað slær klukkan?:/:
:/:Hún slær þrjú.:/:
 ---
 
Allir krakkar, allir krakkar
eru í skessuleik.
Má ég ekki mamma
með í leikinn þramma?
Mig langar svo, mig langar svo
að lyfta mér á kreik.
---
Ég lonníetturnar lét á nefið
svo lesið gæti ég frá þér bréfið.
Ég las það oft og mér leiddist aldrei,
og lifað gæti ég ei án þín.
Tra, la la la la la, ljúfa.
Tra, la la la la la, ljúfa.
Ég las það oft og mér leiddist aldrei,
og lifað gæti ég ei án þín.
 
---
 
Gráðug kerling
hitaði sér velling
og borðaði namm, namm, namm,
síðan sjálf jamm, jamm, jamm,
af honum heilan helling.
Svangur karlinn
var alveg dolfallinn
og starði svo, sko, sko, sko,
heilan dag o, o, o,
ofan í tóman dallinn.
 ---
 
Ding, dong sagði lítill grænn froskur einn dag,
ding dong sagði lítill grænn froskur.
Ding dong sagði lítill grænn froskur einn dag,
og svo líka ding dong spojojojojoj.
King kong sagði stór svartur api einn dag,
king kong sagði stór svartur api.
King kong sagði stór svartur api einn dag,
og svo líka king kong aaaaa.
M ð sagði lítil græn eðla einn dag,
m ð sagði lítil græn eðla.
M ð sagði lítil græn eðla einn dag,
og svo líka m ð blðlðlðlð.
 ---
Ein stutt, ein löng,
hringur á stöng
og flokkur sem spilaði og söng.
Köttur og mús og sætt lítið hús,
sætt lítið hús og köttur og mús.
Ein stutt…
Penni og gat og fata sem lak,
fata sem lak og penni og gat.
Ein stutt…
Lítill og mjór og feitur og stór,
feitur og stór og lítill og mjór.
Ein stutt…
---
Stóra klukkan segir
tikk, takk, tikk, takk.
Litla klukkan segir
tikka, takka, tikka, takka.
Litla vasaúrið segir
tikka, takka, tikka, takka, tikka, takka, tikk.
 
--- 
Karl gekk út um morguntíma,
taldi alla sauði sína,
einn og tveir og þrír og fjórir,
allir voru þeir.
Með höndunum gerum við klapp, klapp, klapp,
með fótunum gerum við stapp, stapp, stapp.
Einn, tveir, þrír, ofurlítið spor,
einmitt á þennan hátt er leikur vor.
---
 
Hjá kaupmanni rétt við búðarborðið
svo brosfögur horfði Stína.
“Ég ætlaði bara að kaupa klæði
í kjól á brúðuna mína.”
“Og hvaða lit viltu ljúfan?” sagði hann,
“á litlu brúðuna þína?”
“Já auðvitað rauðan, ósköp rauðan,”
með ákafa svaraði Stína.
Hann brosandi fór og klippti klæðið
“Hvað kostar það?” spurði Stína.
“Einn koss,” hann svaraði, “kostar klæðið
í kjól á brúðuna þína.”
Í búðinni glumdi við gleðihlátur
er glaðlega svaraði Stína:
“Hún mamma kemur í bæinn bráðum
og borgar skuldina mína.”
 
--- 
Ef að nú hjá pabba einn fimmeyring ég fengi,
fjarskalega hrifin og glöð ég yrði þá.
Ég klappa skyldi pabba og kyssa vel og lengi
og kaupa síðan allt sem mig langar til að fá.
Fyrst kaupi ég mér brúðu sem leggur aftur augun
og armbandsúrið fína af fallegustu gerð,
og af því hvað hún mamma er orðin þreytt á taugum
þá ætla ég að kaupa bíl í hverja sendiferð.
Hjólhest og járnbraut ég ætla að gefa Geira,
gríðarstóra flugvél ég kaupi fyrir Finn.
Svo kaupi ég mér döðlur, súkkulaði og fleira
og síðan skal ég gefa pabba allan afganginn.
 ---
 
Sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur,
miðvikudagur og fimmtudagur,
föstudagur og laugardagur
og þá er vikan búin.
Janúar, febrúar,
mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst,
september, október,
nóvember og desember.
 ---
 
Við setjum svissinn á
og við kúplum gírnum frá,
þá er startað og druslan fer í gang.
Það er enginn vandi að aka bifreið
ef maður bara kemur henni í gang.
 
---
 
Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,
hring, hring, hring,
hring, hring, hring.
Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,
út um allan bæinn.
Hurðirnar á strætó opnast út og inn….
Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling….
Flautan í strætó segir bíb, bíb, bíb….
Fólkið í strætó segir bla, bla, bla….
Börnin í strætó segja hí, hí, hí….
Bílstjórinn í strætó segir uss, uss, uss….
Fólkið í strætó gengur út og inn….
 ---
 
Dansi, dansi dúkkan mín.
Dæmalaust er stúlkan fín.
Voða fallegt hrokkið hár,
hettan rauð og kjóllinn blár.
Svo er hún með silkiskó,
sokka hvíta eins og snjó.
Heldurðu ekki að hún sé fín?
Dansi, dansi dúkkan mín.
--- 
 
Hvað kanntu vinna,
Baggalútur minn?
Þráðarkorn að spinna
og elta lítið skinn.
Kveikja ljós og sópa hús,
bera inn ask og fulla krús
og fara svo fram í eldhús.
---
Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa.
Litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa.
Sígur ró á djúp og dal,
dýr til hvílu ganga.
Einnig sofna skolli skal
með skottið undir vanga.
---
Ríðum, ríðum rekum yfir sandinn
rennur sól á bak við Arnarfell.
Hér á reiki er margur óhreinn andinn,
úr því fer að skyggja á jökulsvell.
:/:Drottinn leiði drösulinn minn
drjúgur verður síðasti áfanginn.:/:
Þei, þei, þei, þei, þaut í holti tófa,
þurran vill hún blóði væta góm,
eða líka einhver var að hóa
undarlega digrum karlaróm.
:/:Útilegumenn í Ódáðahraun
eru kannski að smala fé á laun.:/:
Ríðum, ríðum rekum yfir sandinn,
rökkrið er að síga á Herðubreið.
Álfadrottning er að beisla gandinn,
ekki er gott að verða á hennar leið.
:/:Vænsta klárinn vildi ég gefa til
að vera komin ofan í Kiðagil.:/:
 ---
 
Allur matur á að fara
upp í munn og ofan í maga.
Heyrið það? Heyrið það?
Svo ekki gauli garnirnar!
 ---
 
Þegar piparkökur bakast
kökugerðarmaður tekur
fyrst af öllu steikarpottinn
og eitt kíló margarín.
Bræðir yfir eldi smjörið,
en það næsta sem hann gjörir
er að hræra kíló púður
saman við það heillin mín.
Þegar öllu þessu er lokið
hellast átta eggjarauður
saman við og kíló hveiti
hrærið oní pottinn vel.
Síðan á að setja í þetta
eina litla teskeið pipar,
svo er þá að hnoða deigið,
breiða það svo út á fjöl.
--- 
 
Hafið bláa hafið hugann dregur,
hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður vegur
bíða mín þar æskudraumalönd.
Beggja skauta byr
bauðst mér aldrei fyrr,
bruna þú nú bátur minn.
Svífðu seglum þöndum,
svífðu burt frá ströndum,
fyrir stafni er haf og himininn.
--- 
 
Maðurinn með hattinn
stendur upp við staur.
Hann borgar ekki skattinn
því hann á engan aur.
Hausinn ofan í maga
og maginn ofan í skó
og reima svo fyrir
og henda honum út í sjó.

Dýralög

Bangsi lúrir, bangsi lúrir
bæli sínu í.
Hann er stundum stúrinn,
stirður eftir lúrinn.
Að hann sofi, að hann sofi,
enginn treystir því.
---
Litla kisa, litla kisa
leptu rjómann þinn.
Langar þig að lúra,
liggja hér og kúra?
Víst þú hefur, víst þú hefur
voða fallegt skinn.
--- 
 
Krummi krunkar úti,
kallar á nafna sinn:
“Ég fann höfuð af hrúti,
hrygg og gæruskinn.
Komdu nú og kroppaðu með mér,
krummi nafni minn.
Komdu nú og kroppaðu með mér,
krummi nafni minn.”
---
 
Krummi svaf í klettagjá,
kaldri vetrarnóttu á,
verður margt að meini.
Fyrr en dagur fagur rann,
freðið nefið dregur hann
undan stórum steini.
---
Bjarnastaðabeljurnar
þær baula mikið núna.
Þær eru að verða vitlausar,
það vantar eina kúna.
Það gerir ekkert til,
það gerir ekkert til,
hún kemur um miðaftansbil.
---
Heyrðu snöggvast Snati minn,
snjalli vinur kæri,
heldurðu ekki að hringinn þinn
ég hermannlega bæri?
Lof mér nú að leika að
látúnshálsgjörð þinni,
ég skal seinna jafna það
með jólaköku minni.
Jæja þá í þetta sinn
þér er heimil ólin,
en hvenær koma kæri minn
kakan þín og jólin.
---
Ærin segir me, me
og krummi segir krá.
Kýrin baular bö, bö
og litla kisa mjá.
Hestur segir hrumm, hrumm,
og hundur segir voff.
:/:Syngur lóan bí, bí
og haninn gaggalagó:/:
 
---
 
Hani, krummi, hundur, svín,
hestur, mús, tittlingur.
Galar, krunkar, geltir, hrín,
gneggjar, tístir, syngur.
--- 
Tveir kettir sátu uppi á skáp
kritte vitte vitt bomm bomm,
og eftir mikið gón og gláp
kritte vitte vitt bomm bomm
Þá sagði annar: “Kæri minn”
kritte vitte vitte vitte vitt bomm bomm
“við skulum skoða gólfdúkinn”
kritte vitte vitt bomm bomm.
Og litlu síðar sagði hinn:
kritte vitte vitt bomm bomm,
“komdu upp á ísskápinn”
kritte vitte vitt bomm bomm.
En í því glas eitt datt um koll,
kritte vitte vitte vitte vitt bomm bomm
og gerði á gólfið mjólkurpoll
kritte vitte vitt bomm bomm.
Þá sagði fyrri kötturinn:
kritte vitte vitt bomm bomm,
“A, heyrðu kæri vinur minn”
kritte vitte vitt bomm bomm
“við skulum hoppa niður á gólf”
kritte vitte vitte vitte vitt bomm bomm
“og lepja mjólk til klukkan tólf”
kritte vitte vitt bomm bomm.
---
Sex litlar endur sé ég hér
fimm eru mjóar og ein er sver.
Ein þeirra vappar og sperrir stél
fremst í flokki og segir kvakk, kvakk, kvakk.
Niður að sjónum vilja þær
vagga vibbe vabbe, vibbe vabbe til og frá.
Ein þeirra vappar og sperrir stél
fremst í flokki og segir kvakk, kvakk, kvakk,
segir kvakk, kvakk, kvakk.
---
Olli ormur fór á kreik,
upp úr moldu kíkti.
Æstur vildi í einhvern leik,
ánægður hann skríkti.
---
Lítil mús, lítil mús, lítil húsamús.
Lítil mús, lítil mús, lítil hagamús.
Hvað gerir músin nú?
Hún flýr í bóndans bú.
 
---
Kjúklingar smáir
þeir klaufar og flón,
kunna ekki að verpa,
en éta okkar grjón.
Brátt vex þeim kambur,
þeir komast á legg,
kornin sín borga
og gefa okkur egg.
 

Litir og tölur

Grænt, grænt, grænt er grasið úti í haga.
Grænt, grænt, grænt, er gamla pilsið mitt.
Allt sem er grænt, grænt
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn litla Jón á Grund.
Gul, gul, gul er góða appelsínan.
Gul, gul, gul er gamla húfan mín.
Allt sem er gult, gult
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn litla kínverjann.
Rauð, rauð, rauð er rósin hennar mömmu.
Rauð, rauð, rauð er rjóða kinnin mín.
Allt sem er rautt, rautt
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn litla indíánann.
 
Svart, svart, svart er sjalið hennar frænku.
Svart, svart, svart er litla lambið mitt.
Allt sem er svart, svart
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla svertingjann.
Blátt, blátt, blátt er hafið bláa hafið.
Blár, blár, blár er heiður himinninn.
Allt sem er blátt, blátt
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn litla sjómanninn.
 
---
 
Gulur, rauður, grænn og blár,
svartur, hvítur, fjólublár.
Brúnn, bleikur, banani,
appelsína talandi.
Gulur, rauður, grænn og blár,
svartur, hvítur, fjólublár.
---
Fimm litlir apar sátu uppi í tré.
Þeir voru að stríða krókódíl:
“Þú nærð ekki mér!”
Þá kom herra krókódíll
hægt og rólega
og ammmm…
Fjórir litlir apar…o.s.frv.
---
Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir fingur,
fjórir litlir, fimm litlir, sex litlir fingur,
sjö litlir, átta litlir, níu litlir fingur,
tíu litlir fingur á höndum.
---
 
 
Einn og tveir og þrír,
fjórir, fimm og sex,
sjö, átta, níu,
teljum upp á tíu.
Tralalalala, tralalalala,
tralalalala la.
Tralalalala, tralalalala,
tralalalala la.
 
 

 Vatnslög

3x:/:Á sandi byggði heimskur maður hús,:/:
og þá kom steypiregn.
3x:/:Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx,:/:
og húsið á sandinum féll.
3x:/:Á bjargi byggði hygginn maður hús,:/:
og þá kom steypiregn.
3x:/:Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx,:/:
og húsið á bjarginu stóð.
---
(Sama lag og Meistari Jakob)
:/:Ég heyri þrumur:/:
:/:Heyrir þú?:/:
:/:Droparnir detta:/:
:/:Ég verð gegnblautur:/:
---
Með vindinum þjóta skúraský.
:/:Drýpur drop, drop, drop.:/:
Og droparnir hníga og detta á ný.
:/:Drýpur drop, drop, drop.:/:
Nú smáblómin vakna eftir vetrarblund.
:/:Drýpur drop, drop, drop.:/:
Þau augun sín opna er grænkar grund.
:/:Drýpur drop, drop, drop.:/:

 Hreyfilög

:/:Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.:/:
Augu, eyru, munnur og nef.
Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.
---
Við setjum hægri höndina inn
Við setjum hægri höndina út
Inn, út, inn, út, og hristum hana svo til
Við gerum hókí pókí og snúum okkur í hring,
þetta er allt og sumt.
3x:/:Oooooooo hókí hókí pókí:/:
Þetta er allt og sumt.
Við setjum vinstri höndina inn...
Við setjum hægri fótinn inn...
Við setjum vinstri fótinn inn...
Við setjum höfuðið inn...

 Þulur

Einn var að smíða ausutetur
annar hjá honum sat.
Þriðji kom og bætti um betur
og boraði á hana gat.
Hann boraði á hana eitt,
hann boraði á hana tvö,
hann boraði á hana þrjú og fjögur,
fimm og sex og sjö.
---
Græn eru laufin
og grasið sem grær.
Glóðin er rauð
og eldurinn skær.
Fífill og sóley
eru fagurgul að sjá.
Fjöllin og vötnin
og loftin eru blá.
Hvítur er svanur
sem syndir á tjörn.
Svartur er hann krummi
og öll hans börn.
---
Bokki sat í brunni,
hafði blað í munni,
hristi sína hringa,
bað fugl að syngja.
Grágæsamóðir
ljáðu mér vængi,
svo ég geti flogið
upp til himintungla.
---
Fagur fiskur í sjó,
brettist upp á halanum
með rauða kúlu á maganum.
Vanda, banda,
gættu þinna handa.
Vingur, slingur,
vara þína fingur.
Fetta, bretta,
svo skal högg á hendi detta.
 
---
 
Lati Geir á lækjarbakka
lá þar til hann dó.
Vildi hann ekki vatnið smakka,
var hann þyrstur þó.
---
Þumalfingur er mamma, sem var mér vænst og best.
Vísifingur er pabbi, sem gaf mér rauðan hest.
Langatöng er bróðir, sem býr til falleg gull.
Baugfingur er systir, sem prjónar sokka úr ull.
Litli fingur er barnið, sem leikur að skel.
Litli pínu anginn, sem stækkar svo vel.
Hér er allt fólkið svo fallegt og nett.
Fimm eru í bænum ef talið er rétt.
Ósköp væri gaman í þessum heim,
ef öllum kæmi saman jafn vel og þeim.
--- 
Einu sinni var karl og kerling í koti sínu.
Þau áttu sér kálf,
nú er sagan hálf.
Hann hljóp út um víðan völl
og nú er sagan öll.
 
 
 
 
 
 
 
---
Einn og tveir,
inn komu þeir,
þrír og fjórir,
furðustórir,
fimm, sex, sjö og átta,
svo fóru þeir að hátta,
níu, tíu, ellefu, tólf,
lögðu plögg sín niður á gólf.
Svo um miðjan morgun
hún mamma vakti þá,
þrettán, fjórtán, fimmtán, sextán
fætur stóðu þeir á,
fóru svo að smala suður með á,
sautján, átján lambærnar sáu þeir þá.
Nítján voru tvílembdar torfunum á,
tuttugu sauðina suður við sel,
teldu nú áfram og teldu nú vel.
 
 
 
 
 
--- 
Sofa urtu börn
á útskerjum,
veltur sjór yfir,
og enginn þau svæfir.
Sofa kisu börn
á kerhlemmum,
murra og mala,
og enginn þau svæfir.
Sofa Grýlu börn
á grjóthólum,
urra og ýla,
og enginn þau svæfir.
Sofa bola börn
á báshellum,
moð fyrir múla,
og enginn þau svæfir.
Sofa manna börn
í mjúku rúmi,
bía og kveða,
og babbi þau svæfir.

Leikskólinn Furuskógur

Álandi, 108 Reykjavík
411-3540
Efstalandi 28, 108 Reykjavík
411-3530
furuskogur@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning

Við notum vafrakökur til að létta þér lífið á vefnum okkar.
Samþykkt