Áhersla er lögð á sköpun, útinám og lífsleikni þetta eru rauðu þræðirnir í starfinu. Uppeldisstarfinu er skipt í fjórar annir eftir árstíðum, Þar sem leikur og nám eru samofnir þættir og barnið sjálft er í brennidepli.
Markmið og leiðir í sköpun
Að finna leiðir til að skapa umhverfi sem virkja sköpunarafl barns og starfsfólks, sem auðveldar barninu að koma eigin hugmyndum í framkvæmd og geta rannsakað fjölbreyttan efnivið með öllum skynfærum sínum.
- - að barnið fái tækifæri til að skapa, í leik bæði úti og inni, í tónlist og myndlist
- - að barnið taki þátt í skipulögðum söngstundum en leggja jafnframt áherslu á að hafa sönginn með í öllu starfi
- - að barnið fái tækifæri til að leika með, prófa og rannsaka mismunandi efnivið t.d. úr náttúrunni steina, trjágreinar og laufblöð, búninga til hlutverkaleikja ,hljóðfæri, verðlausan efnivið og fl.
- - að barnið heimsæki söfnin í borginni
- - að barnið læri að bera virðingu fyrir efniviðnum
Markmið og leiðir í útinámi
Að barnið fái tækifæri til að nota skynfæri sín, huga, líkama og læra um fjölbreytileika náttúrunnar. Í útinámi þarf að hafa í huga öryggi og vellíðan barnsins og leggja áherslu á frjálsan leik sem er leið barnsins til uppgötvunar, náms og þroska
- - að barnið fái tækifæri til hreyfinga, sem eykur úthald og hreysti
- - að barnið uppgötvi breytileika náttúrunnar t.d. eftir árstíðum og læri
- - að lesa fyrirbæri hennar og styrkja umhverfisvitund og fái um leið aukinn skilning á menningu okkar
- - að barnið læri að lesa umhverfi sitt með þeim orðum sem við höfum tileinkað okkur, tungumálið er tæki til að orða þekkingu, upplifanir og tjáningu
- - að barnið fái tækifæri til að gera rannsóknir, þrautir og tilraunir sem grundvallast á stærðfræðilegri hugsun t.d. að telja, raða, flokka og greina
- - að börnin skoði plöntur, gróður og dýralíf
- - að börnin kynnist grenndarsamfélagi sínu og læri að ganga vel um það
Lífsleiknin umvefur starfið, að hafa barnið í brennidepli,veita umhyggju, stuðla að vellíðan barnsins, með lýðræðislegum vinnubrögðum, jákvæðri styrkingu, iðkun dyggða, frumkvæði, vináttu og gleði